Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. október 2021 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guy Smit í Val (Staðfest)
Guy Smit.
Guy Smit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski markvörðurinn er búinn að semja við Val. Þetta segir Hlíðarendafélagið í fréttatilkynningu.

Fótbolti.net greindi fyrst frá skiptunum síðasta sunnudag.

Smit var að klára sitt annað tímabil með Leikni í Breiðholti. Hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild á síðasta ári og átti svo mjög fínt tímabil í efstu deild. Leiknir hafnaði í áttunda sæti deildarinnar.

Fram kemur í frétt hjá Vísi að Smit hafi bjargað tvöfalt fleiri mörkum en næsti markvörður Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Smit er 25 ára gamall og lék með NEC og FC Eindhoven í heimalandi sínu, Hollandi, áður en hann kom til Íslands í fyrra.

Hann skrifar undir tveggja ára samning við Val. Framtíð Hannesar Þórs Halldórssonar hjá félaginu er í óvissu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner