Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   fös 01. október 2021 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Við ætlum að vinna Keflavík og fara alla leið
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn mæta Keflavík annan leikinn í röð
Skagamenn mæta Keflavík annan leikinn í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, er bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum en liðin mætast á Norðurálsvellinum á morgun í hádeginu.

Það er góður andi í Skagamönnum eftir að liðið bjargaði sér frá falli í lokaumferðinni gegn Keflavík.

Liðið lenti tveimur mörkum undir en skoraði svo þrjú mörk á stuttum tíma og hélt sér þar með uppi í Pepsi Max-deildinni. Það hefur verið magnaður bragur á liðinu í síðustu leikjum.

„Bara mjög vel. Þetta verður spennandi verkefni og við erum ánægðir og stoltir af því að vera komnir í undanúrslit en við ætlum ekki að stoppa þar. Við ætlum að fara alla leið í bikarúrslit á Laugardalsvelli og það er gaman að fá Keflavík aftur og vinna þá tvo leiki í röð og sýna fólkinu að við erum gott lið og getum náð árangri en það hjálpar gríðarlega mikið að fá góðan stuðning líka og ég er viss um að þegar við spilum þennan leik klukkan tólf á morgun og þegar leikurinn byrjar verður gríðarleg góð og skemmtileg stemning á vellinum."

„Vonandi mæta sem flestir og vonandi verður þetta æðislegur dagur fyrir okkur Skagamenn. Það er ótrúlega góður undirbúningur hjá fullt af fólki sem hefur verið að aðstoða félagið í þessum undirbúningi, hvetja fólk til að koma og skemmtilegir hópar sem hafa verið að mynda. Bæði stálpari stuðningsmenn en líka af ungum knattspyrnuiðkendum innan úr félaginu. Þetta er skemmtileg stemning og viss um að dagurinn á morgun verði virkilga skemmtilegur fyrir alla Skagamenn."


Hann býst ekki við öðru en að allir séu klárir í verkefnið. Það voru einhver smávægileg meiðsli eftir lokaumferðina en ekkert alvarlegt.

„Það eru einhver hnjaskmeiðsli. Það voru læti og action í leiknum gegn Keflavík en ekkert sem hefur áhrif á hverjir eru tilbúnir. Það eru allir klárir í slaginn á morgun."

„Við ætlum allir sem einn að keyra á þetta á fulla ferð og fara með ÍA í bikarúrslitaleikinn."


Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson er þjálfari Vestra en liðið mætir Víkingi í hinum undanúrslitaleiknum. Þeir vonast eftir því að mætast í úrslitaleiknum.

„Ég var nú hálfpartinn búinn að taka í hendina á Jóni Þóri og óska þess að við myndum mætast á Laugardalsvelli. Það væri frábært að vera með tvö landsbyggðarlið í bikarúrslitum, en auðvitað væri líka gaman og mæta Íslandsmeisturunum í bikarúrslitaleik. Það yrði frábært og yrði magnaður leikur og troðfullur Laugardalsvöllur en við ætlum að sjá hvað gerist í hinum leiknum. Við ætlum að vinna Keflavík og fara alla leið eins og ég hef oft sagt áður," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner