Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. október 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Köln kom til baka í seinni hálfleiknum
Köln er í sjötta sæti.
Köln er í sjötta sæti.
Mynd: Getty Images
Köln 3 - 1 Greuther Furth
0-1 Marco Meyerhofer ('7 )
1-1 Sebastian Andersson ('50 )
2-1 Ellyes Skhiri ('55 )
3-1 Ellyes Skhiri ('89 )

Köln vann endurkomusigur gegn Greuther Furth í eina leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Marco Meyerhofer kom gestunum yfir eftir sjö mínútna leik og var staðan 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Leikmenn Köln komu betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn. Eftir að það var búið að spila tíu mínútur í seinni hálfleik, þá var Köln búið að taka forystuna; Sebastian Andersson og Ellyes Skhiri með mörkin.

Skhiri skoraði svo þriðja markið áður en flautað var af. Lokatölur 3-1 fyrir Köln, sem er í sjötta sæti deildarinnar eftir sjö leiki með 12 stig. Greuther Furth er á botninum með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner