Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. nóvember 2020 23:36
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Venezia kláraði leikinn degi eftir upphafsflautið
Mynd: Getty Images
Venezia 2 - 0 Empoli
1-0 A. Fiordilino ('21)
2-0 F. Forte ('58)

Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson voru ónotaðir varamenn er Veneza lagði Empoli að velli í Serie B deildinni á Ítalíu.

Leikurinn hófst í gær og var staðan 2-0 þegar stöðva þurfti leikinn í síðari hálfleik vegna alltof mikillar þoku. Restinni af seinni hálfleik var einfaldlega frestað og leikurinn kláraðist í dag.

Hvorki Óttar né Bjarki Steinn komu við sögu í leiknum en sigurinn er mikilvægur gegn sterkum andstæðingum.

Venezia er með 10 stig eftir 5 umferðir, þremur stigum eftir toppliði Empoli og með leik til góða.
Athugasemdir
banner