Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Liverpool þarf fjögurra marka sigur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Lokaumferð Meistaradeildarinnar verður spiluð næstu tvö kvöld og hefst veislan á B-riðli í dag þar sem Club Brugge og FC Porto eru búin að tryggja sig áfram.


Brugge og Porto berjast þó um toppsæti riðilsins á meðan Atletico Madrid og Bayer Leverkusen eru óvænt í baráttu um þriðja sætið. Þar er ljóst að Atletico gæti þurft sigur á útivelli gegn Porto til að falla ekki alfarið úr leik í Evrópu.

Í A-riðli á Liverpool úrslitaleik við Napoli um toppsætið þar sem lærisveinar Jürgen Klopp þurfa fjögurra marka sigur á Anfield. Rangers og Ajax berjast þá um þriðja sætið, sem veitir þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Rangers er í afar slæmum málum þar og þarf fimm marka sigur á heimavelli til að halda sér í Evrópu.

Í C-riðli er ekki verið að berjast um neitt sæti, úrslitin þar eru alveg ráðin. FC Bayern tekur á móti Inter í toppslag á meðan Barcelona, sem mun leika í Evrópudeildinni í vetur, heimsækir Viktoria Plzen til Tékklands.

Að lokum er komið að D-riðli sem er hnífjafn eins og við var að búast fyrir mót. Aðeins tvö stig skilja liðin fjögur að og því getur enn allt gerst í ótrúlega spennandi lokaumferð fyrir liðin í D-riðli.

Tottenham er á toppi riðilsins með 8 stig en Sporting er svo með 7 stig ásamt Eintracht Frankfurt og í neðsta sæti kemur Marseille með 6 stig.

A-riðill
20:00 Rangers - Ajax
20:00 Liverpool - Napoli

B-riðill
17:45 Porto - Atletico Madrid
17:45 Leverkusen - Club Brugge

C-riðill
20:00 Bayern - Inter
20:00 Plzen - Barcelona

D-riðill
20:00 Sporting - Eintracht Frankfurt
20:00 Marseille - Tottenham


Athugasemdir
banner
banner
banner