Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 02. janúar 2019 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hörð viðbrögð við tæklingu Shelvey á Pogba
Shelvey slapp við spjald.
Shelvey slapp við spjald.
Mynd: Getty Images
Tækling Jonjo Shelvey á Paul Pogba, miðjumanni Manchester United, í leik Newcastle og Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í kvöld hefur vakið hörð viðbrögð.

Shelvey var ekki einu sinni spjaldaður fyrir tæklinguna sem má sjá hérna

Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, er á þeirri skoðun að Shelvey hefði átt að fjúka út af með rauða spjaldið fyrir tæklinguna. „Tæklingin hefði getað valdið alvarlegum meiðslum fyrir Pogba," sagði Clattenburg við Daily Mail.

Clattenburg segir að þreyta orsaki mögulega hvers vegna Andre Marriner, dómari leiksins, gaf ekki rautt spjald.

Samuel Luckhurst, blaðamaður Manchester Evening News, sagði frá því að Pogba hefði haltrað í liðsrútu Manchester United eftir leikinn.

Hér að neðan er brot af umræðunni á Twitter.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner