Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. janúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
David Luiz: Við eigum eftir að gera stóra hluti í framtíðinni
David Luiz
David Luiz
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn David Luiz er sannfærður um það að Arsenal eigi eftir að gera stóra hluti í framtíðinni undir stjórn Mikel Arteta.

Luiz var besti maður vallarins er Arsenal vann Manchester United 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta var jafnframt fyrsti sigurleikur Arteta við stjórnvölin og spilaði liðið afar vel framan af í leiknum.

Arsenal hafði ekki unnið sjö heimaleiki í röð fyrir leikinn í gær en Luiz sér fram á bjartari tíma.

„Ég trúi því að Arteta geti bætt hvern einasta leikmann. Mikel er frábær þjálfari og veit hvernig fótbolti virkar. Hann var frábær leikmaður og hann kemur með áhugaverða hluti inn í þetta og ég ef trú á hugmyndafræði hans," sagði Luiz.

„Við munum gera stóra hluti í framtíðinni en það tekur sinn tíma," sagði Luiz.
Athugasemdir
banner
banner
banner