Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. janúar 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég er ekki hræddur við að tapa
Jürgen Klopp og Mohamed Salah
Jürgen Klopp og Mohamed Salah
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann og liðið hans óttist það ekki að tapa leik á þessu tímabili.

Liverpool hefur unnið átján leiki og gert eitt jafntefli en mikil umræða er í kringum þetta tímabil og hvort Liverpool geti gert það sem Arsenal gerði tímabilið 2003-2004 er liðið fór í gegnum heilt tímabil án þess að tapa deildarleik.

Arsenal vann 26 leiki og gert 12 jafntefli og vann deildina en Klopp segist lítið spá í því að tapa.

„Maður er ekki hræddur við að tapa leik í þessari stöðu sem við erum í en maður veit að það er möguleiki á það geti gerst. Það er einn af þremur mögulegum úrslitum. Maður vinnur, gerir jafntefli eða tapar og ég er endalaust með áhyggjur af allt öðrum hlutum," sagði Klopp.

„Ég vil ekkert endilega vera með þessar áhyggjur og ég væri til í aðeins auðveldara líf en það er ekki þannig. Ég er ekki viss um hvað Arsene Wenger hugsaði um á sínum tíma þegar liðið hans vann deildina án þess að tapa. Ef hann hefði vitað það fyrir leikinn þá hefðu þeir samt unnið."

„Það er ekki þannig hjá mér því miður en það væri geggjað að vita það fyrir leiki. Við erum ekki hræddir við að tapa og ég hef aldrei verið það, þó það sé möguleiki þá er ég ekki hræddur við það,"
sagði Klopp ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner