Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír leikmenn skrifa undir samning við Hauka
Sæunn Björnsdóttir.
Sæunn Björnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á undanförnum dögum hafa nokkrir leikmenn skrifað undir samninga við knattspyrnudeild Hauka. Allir leikmennirnir gerðu tveggja ára samning við félagið.

Miðjumaðurinn Sæunn Björnsdóttir skrifaði undir samning, en hún var valin knattspyrnukona Hauka árið 2018. Hún er aðeins 18 ára gömul, en á þrátt fyrir það að baki 78 leiki í deild og bikar og hefur skorað 9 mörk.

Heiða Rakel Guðmundsdóttir framlengdi samning sinn við félagið. Heiða Rakel er kraftmikill sóknartengiliður sem býr yfir miklum hraða. Heiða er uppalin á Ásvöllum og hefur verið ein af lykilmönnum liðsins undanfarin tímabil.

Þá gengur Ásta Sól Stefánsdóttir í raðir Hauka frá Selfossi.

„Ásta er fjölhæfur leikmaður sem býr yfir miklum krafti og dugnaði. Hún getur leyst margar stöður á vellinum þó svo að hún leiki yfirleitt stöðu sóknartengiliðs en hún er útsjónarsöm og fylgin sér. Ásta mun efla hópinn okkar fyrir komandi baráttu," segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarfélaginu.

Áður höfðu þær Hildur Karítas Gunnarsdóttir, Dagrún Birta Karlsdóttir, Helga Ýr Kjartansdóttir, Kristín Fjóla Sigþórsdóttir framlengt samninga sína við félagið.

Haukar höfnuðu í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta ári.




Athugasemdir
banner
banner
banner