Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. febrúar 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Peter Crouch að fá sinn eigin spjallþátt
Peter Crouch.
Peter Crouch.
Mynd: Getty Images
Peter Crouch, fyrrum landsliðsframherji Englands, mun stjórna nýjum spjallþætti á BBC. Þetta kemur fram á Mirror.

Crouch lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil þar sem hann kom við sögu í sex úrvalsdeildarleikjum með Burnley. Hann lék einnig með félögum á borð við Tottenham og Liverpool á ferli sínum.

Crouch hefur hrifið stjórnendur BBC með hlaðvarpi sínu á BBC Radio 5 Live og nú er það í kortunum að hann fái sinn eigin spjallþátt í anda þátta sem Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel, James Corden og fleiri stjórna í Bandaríkjunum.

Nú þegar er farið að skoða hvaða gesti eigi að fá í þáttinn hjá Crouch. Mirror nefnir tónlistarmanninn Harry Styles, fyrrum fótboltamanninn David Beckham og grínistann Jack Whitehall.
Athugasemdir
banner
banner
banner