Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. mars 2020 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Arsenal áfram eftir sigur á Portsmouth
Reiss Nelson lagði upp bæði mörk Arsenal en hann er hér í baráttunni við Christian Burgess í leiknum
Reiss Nelson lagði upp bæði mörk Arsenal en hann er hér í baráttunni við Christian Burgess í leiknum
Mynd: Getty Images
Portsmouth 0 - 2 Arsenal
0-1 Sokratis Papastathopoulos ('45 )
0-2 Edward Nketiah ('51 )

Arsenal er komið áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins eftir 2-0 sigur á Portsmouth á Fratton Park í kvöld.

Heimamenn í Portsmouth voru öflugir í fyrri hálfleiknum og á löngum köflum betra liðið og þá fór Lucas Torreira meiddur af velli en þrátt fyrir það komst Arsenal yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks.

Arsenal fékk hornspyrnu sem var hreinsuð frá en Reiss Nelson fékk boltann aftur, gaf hann fyrir á Sokratis sem skoraði með góðu skoti úr teignum.

Eddie Nketiah bætti við öðru marki á 51. mínútu er hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Nelson.

Leikmenn Portsmouth reyndu að skapa færi undir lokin en tókst þó ekki að koma knettinum í netið. Lokatölur 2-0 fyrir Arsenal sem er komið í 8-liða úrslit bikarsins.

Athugasemdir
banner
banner