Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 02. maí 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hallgrímur um Brynjar: Besti hafsentinn í deildinni
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mikil trú hjá KA-mönnum á miðverðinum unga Brynjar Inga Bjarnasyni.

Brynjar Ingi er 21 árs gamall en hann er búinn að spila 30 leiki í Pepsi Max-deildinni síðustu tvö sumur.

Brynjar Ingi og Hallgrímur Mar Steingrímsson ræddu við Sæbjörn Steinke í sérstökum upphitunarþætti fyrir mót á föstudag.

Þar var Hallgrímur spurður að því hvernig það hefði verið fyrir Brynjar Inga og Daníel Hafsteinsson, leikmenn KA, að missa af því að komast í U21 landsliðshópinn sem fór á Evrópumótið í lok mars.

„Ég veit að Danni var svekktur. Hann var búinn að vera partur af liðinu í undankeppninni og skiljanlega var hann svekktur," sagði Hallgrímur um Daníel.

„Þetta var stórt tækifæri til að sýna sig og auðvitað var þetta svekkjandi. Minna með Binna kannski af því að hann var búinn að vera minni partur af þessu. Persónulega fannst mér hann fullkomlega eiga skilið að vera þarna enda besti hafsentinn í deildinni að mínu mati."

„Maður gerði ekki væntingar að fá kallið í lokahópinn. Maður var búinn að undirbúa sig fyrir bæði," sagði Brynjar en hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Sjá einnig:
„Þetta gæti orðið svolítið Rio, Vida dæmi"
Binni og Grímsi í KA-Special - „Sterkasta KA-liðið by a mile"
Athugasemdir
banner