Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 02. júní 2021 22:20
Victor Pálsson
Neitar að hafa samið við Bayern
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Florian Neuhaus neitar því að hann sé búinn að skrifa undir samning við Bayern Munchen.

Talað hefur verið um að Bayern sé búið að virkja kaupákvæði í samningi Neuhaus upp á 40 milljónir evra.

Skiptin ættu þá að eiga sér stað á næsta ári en Neuhaus er samningsbundinn til ársins 2022.

Liverpool er einnig sagt hafa augastað á leikmanninum sem er 24 ára gamall og er mikilvægur fyrir Borussia Monchengladbach.

„Ég hef lesið að það sé búið að semja um skipti mín til Bayern 2022. Ég get neitað því hér og nú," sagði Neuhaus.

„Ég hef ekki skrifað undir hjá neinum fyrir utan Gladbach. Mér líður eins og heima hjá mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner