Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 02. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Óttar Magnús hetjan - Markahæstur í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Oakland Roots 3 - 2 Orange County SC
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('9)
1-1 E. Torres ('32)
1-2 A. Sendi ('65)
2-2 J. Azocar ('93)
3-2 Óttar Magnús Karlsson ('95)


Óttar Magnús Karlsson var hetja Oakland Roots í næstefstu deild bandaríska boltans í nótt.

Óttar Magnús gerði fysta mark leiksins snemma en gestirnir úr Orange County jöfnuðu fyrir leikhlé og komust yfir eftir hléið.

Þeim tókst þó ekki að halda forystunni þegar sóknarþungi Oakland fór að segja til sín á lokamínútunum.

Fyrst jafnaði Juan Azocar á 93. mínútu og svo gerði Óttar Magnús sigurmarkið beint úr aukaspyrnu skömmu seinna. Niðurstaðan 3-2 sigur Oakland og Óttar hetjan.

Oakland hefur ekki gengið vel á tímabilinu og er í neðri hlutanum með 16 stig eftir 14 umferðir. Þrátt fyrir slakt gengi er Óttar Magnús markahæstur í deidlinni með 10 mörk úr 13 leikjum, tveimur mörkum meira en næsti maður.


Athugasemdir
banner
banner
banner