Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 11:12
Elvar Geir Magnússon
Ísland efst á styrkleikalistanum af liðum riðilsins
Jón Dagur Þorsteinsson og Hákon Arnar Haraldsson á æfingu á keppnisvellinum í gær.
Jón Dagur Þorsteinsson og Hákon Arnar Haraldsson á æfingu á keppnisvellinum í gær.
Mynd: KSÍ - Ómar Smárason
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: KSÍ
Íslenska karlalandsliðið mætir Ísrael í kvöld í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn hefst kl. 18:45 á Sammy Ofer leikvangnum í Haífa og er hann í beinni útsendingu, og í opinni dagskrá, á Viaplay, auk þess að vera í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Ísland er í B-deild Þjóðadeildarinnar en auk Ísrael er Albanía í riðlinum. Það eru aðeins þrjú lið þar sem Rússland átti að vera í riðlinum en liðinu meinuð þátttaka eftir innrásina í Úkraínu.

Rússland er í 36. sæti á styrkleikalista FIFA og hefði því verið sterkasta lið riðilsins samkvæmt pappírnum. Ísland er í 63. sæti, Albanía í 66. sæti og Ísrael í 76. sæti.

Liðið sem vinnur riðilinn mun komast upp í A-deildina.

„Það breytir riðlinum mikið að Rússland sé sjálfkrafa í fjórða sæti. Það líta öll liðin á þetta þannig að þau geti unnið riðilinn, við gerum það líka. Við erum spenntir að byrja þetta. Við erum ekkert hræddir við að segja það að við viljum ná fyrsta sætinu. Öll liðin eiga möguleika á því að vinna þetta og öll geta þau endað í þriðja sæti," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net í vikunni.

Fim 2. júní: 18:45 Ísrael - Ísland (Þjóðadeildin, Sammy Ofer Stadium)

Mán 6. júní: 18:45 Ísland - Albanía (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)

Fim 9. júní: 18:45 San Marínó - Ísland (Vináttuleikur, San Marino Stadium)

Mán 13. júní: 18:45 Ísland - Ísrael (Þjóðadeildin, Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner