Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júní 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum á toppnum og byrjaður að horfa í kringum sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BATE Borisov er í toppsæti hvítrússnesku deildarinnar með 23 stig eftir níu leiki. Liðið er með eins stigs forskot og á leik til góða á liðini fyrir neðan sig.

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson er búinn að vera einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu og ræddi hann við Fótbolta.net á mánudag.

„Við höfum byrjað mjög vel og ég er mjög sáttur með byrunina, bæði hjá mér og liðinu, og vonandi heldur þetta svona áfram. Ég held að menn séu mjög ánægðir með mig og ég spila allar mínútur og alla leiki," sagði Willum.

„Þetta er það sem ætlast til af okkur, að við séum að vinna alla leiki og séum á toppnum. Það eina sem fór ekki alveg eins og það átti var að við töpuðum bikarúrslitaleiknum. Annars er þetta búin að vera mjög fín byrjun."

Willum framlengdi snemma á þessu ári samning sinn um hálft ár og rennur hann nú út í lok árs. Ertu búinn að horfa í kringum þig?

„Já, maður er svo sem alltaf að því. Eins og er þá er ég að fókusa mest á að spila vel hjá BATE og reyna hjálpa þeim að loka deildinni. En maður er alltaf að horfa í kringum sig og vonandi kemur eitthvað spennandi," sagði Willum.
Willum: Mjög gaman að vera kominn aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner