Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. júlí 2019 15:52
Alexander Freyr Tamimi
Andrés Escobar var myrtur á þessum degi fyrir 25 árum
Andrés Escobar var myrtur í heimalandinu eftir HM 1994.
Andrés Escobar var myrtur í heimalandinu eftir HM 1994.
Mynd: Getty Images
Á þessum degi fyrir 25 árum síðan var Andrés Escobar, landsliðsmaður Kólumbíu, skotinn til bana eftir að hafa skorað sjálfsmark á HM 1994. Hér er smá upprifjun á þessum harmleik.



HM molar:
Nú er komið að sorglegum atburði tengdum kólumbísku þjóðhetjunni Andrés Escobar. Við hvetjum jafnframt alla til þess að horfa á hina frábæru heimildarmynd "The two Escobars".

Stjarna Kólumbíu, Andrés Escobar, var á leið til Milan eftir HM 1994 í Bandaríkjunum. Kólumbíumenn ætluðu sé að vinna heimsmeistaramótið með Escobar fremstan í flokki, en hann skoraði svo sjálfsmark gegn Bandaríkjunum.

Kólumbía fór ekki upp úr riðlinum, og stuttu eftir að leikmenn liðsins sneru aftur til heimalandsins var Escobar myrtur. Því var haldið fram að eiturlyfjagengi hefðu látið myrða Escobar vegna þess að þau hefðu tapað miklum peningum á mistökum hans gegn Bandaríkjunum í veðmálum.

Þó má það vera að mistök hans hafi í raun ekki tengst morðinu beint, eins og kemur fram í myndinni „The Two Escobars“, sem verður að teljast ein besta íþróttaheimildamynd sögunnar. Þar kemur fram að morðið gæti einfaldlega hafa átt sér stað vegna rifrildis Escobar við hina illræmdu Gallon bræður undir áhrifum áfengis.

Eitt er þó víst. Andlát Escobar olli þjóðarsorg í Kólumbíu og meira en 100.000 manns mættu í jarðarför hans.





Athugasemdir
banner
banner