Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. júlí 2020 19:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Bleikir Þórsarar með fullt hús stiga
Lengjudeildin
Jóhann Helgi fagnar marki sínu.
Jóhann Helgi fagnar marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 2 Þór
0-1 Alvaro Montejo Calleja ('13 )
0-2 Jóhann Helgi Hannesson ('39 )
Lestu nánar um leikinn

Þór er með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildar karla eftir þægilegan sigur á Þrótti í Laugardalnum.

Þórsarar, sem léku í bleikum varabúningum í kvöld, komust yfir eftir 13 mínútur. Var þar að verki spænski markahrókurinn Alvaro Montejo.

Fyrir leikhlé var staðan orðin 2-0 því Jóhann Helgi Hannesson, sem er að koma sterkur til baka eftir höfuðhögg, skoraði á 39. mínútu. „Bjarki Þór á langt innkast beint á Alvaro sem reynir hjólhestaspyrnu sem fer í Þróttara og Jóhann Helgi kemur sér á undan Franko í boltann og setur hann í autt mark," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Seinni hálfleikurinn var rólegur. Þórsarar voru skipulagðir og lönduðu góðum útisigri.

Þetta var fyrsti leikurinn í þriðju umferð. Þór hefur unnið alla sína leiki til þessa á meðan Þróttur hefur tapað öllum sínum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner