Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Englendingar þögguðu niður í Ungverjum
Mögnuð mynd þar sem Raheem Sterling fagnar marki sínu.
Mögnuð mynd þar sem Raheem Sterling fagnar marki sínu.
Mynd: EPA
Leroy Sane fagnar í kvöld
Leroy Sane fagnar í kvöld
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í undankeppni HM í kvöld en Englendingar þögguðu niður í Ungverjum með 4-0 sigri á meðan Belgía kom til baka gegn Eistlandi og vann 5-2 sigur. Þýskaland vann þá Liechtenstein 2-0 í riðli Íslands.

Svíþjóð vann óvæntan 2-1 sigur á Spánverjum í B-riðli. Carlos Soler kom Spánverjum yfir á 5. mínútu en Alexander Isak jafnaði aðeins mínútu síðar. Viktor Claesson gerði svo sigurmarkið á 57. mínútu.

Spánverjar virðast eiga í erfiðleikum með Svía en þessi lið gerðu einmitt jafntefli á EM í sumar þar sem spænska liðið átti í miklum vandræðum með vini okkar frá Svíþjóð.

Evrópumeistaralið Ítalíu gerði þá 1-1 jafntefli við Búlgaríu í C-riðli en ítalska liðið var með mikla yfirburði í leiknum. Federico Chiesa kom liðinu yfir á 16. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 39, mínútu.

Slök færanýting hjá Ítölum þýðir það að Búlgaría tekur stig úr leiknum. Heldur betur óvænt úrslit.

Í E-riðli lentu Belgar undir gegn Eistlandi en komu til baka og unnu þægilegan 5-2 sigur. Romelu Lukaku skoraði tvö fyrir Belgíu.

Englendingar náðu þá að þagga niður í Ungverjum í I-riðli með 4-0 sigri í Búdapest. Stuðningsmenn Ungverjalands bauluðu á Englendinga þegar þeir krupu á hné í baráttunni gegn kynþáttafordómum.

Það kveikti í Englendingum. Raheem Sterling kom enska liðinu yfir á 55. mínútu áður en hann lagði upp annað markið fyrir Harry Kane. Þriðja markið gerði Harry Maguire áður en Jack Grealish lagði upp fjórða markið fyrir Declan Rice.

Robert Lewandowski, besti leikmaður heims, skoraði þá eitt mark í 4-1 sigri Póllands á Albaníu.

Í riðli Íslands gerðu Norður Makedónía og Armenía markalaust jafntefli á meðan Þýskaland vann Liechtenstein 2-0. Leroy Sane og Timo Werner skoruðu mörkin.

Úrslit og markaskorarar:

B-riðill:

Georgía 0 - 1 Kósóvó
1-0 Davit Khocholava ('18 , sjálfsmark)

Svíþjóð 2 - 1 Spánn
0-1 Carlos Soler ('5 )
1-1 Aleksander Isak ('6 )
2-1 Viktor Claesson ('57 )

C-riðill:

Ítalía1 - 1 Búlgaría
1-0 Federico Chiesa ('16 )
1-1 Atanas Iliev ('39 )

Litháen 1 - 4 Norður Írland
0-1 Daniel Ballard ('20 )
0-2 Conor Washington ('52 , víti)
1-2 Rolandas Baravykas ('54 )
1-3 Shayne Lavery ('67 )
1-4 Paddy McNair ('82 , víti)

E-riðill:

Tékkland 1 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Antonin Barak ('34 )

Eistland 2 - 5 Belgía
1-0 Mattias Kait ('2 )
1-1 Hans Vanaken ('22 )
1-2 Romelu Lukaku ('29 )
1-3 Romelu Lukaku ('52 )
1-4 Axel Witsel ('65 )
1-5 Thomas Foket ('76 )
2-5 Erik Sorga ('83 )

I-riðill:

Andorra 2 - 0 San Marino
1-0 Marc Vales ('18 )
2-0 Marc Vales ('24 )

Ungverjaland 0 - 4 England
0-1 Raheem Sterling ('55 )
0-2 Harry Kane ('63 )
0-3 Harry Maguire ('69 )
0-4 Declan Rice ('87 )

Pólland 4 - 1 Albanía
1-0 Robert Lewandowski ('12 )
1-1 Sokol Cikalleshi ('25 )
2-1 Adam Buksa ('44 )
3-1 Grzegorz Krychowiak ('54 )
4-1 Karol Linetty ('89 )

J-riðill:

Liechtenstein 0 - 2 Þýskaland
0-1 Timo Werner ('41 )
0-2 Leroy Sane ('77 )

Norður Makedónía 0 - 0 Armenía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner