Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. september 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Dijk ekki skemmt þegar stuðningsmaður truflaði viðtal
Mynd: EPA
Virgil van Dijk var í viðtali eftir landsleik Hollands og Noregs í gær, van Dijk er fyrirliði hollenska liðsins. Einn mjög ákveðinn stuðningsmaður van Dijk vildi fá mynd af sér með van Dijk og truflaði hann í miðju viðtali.

Van Dijk hafði lítinn húmor fyrir þessu og ýtti stuðningsmanninum í burtu. Stuðningsmaðurinn kallaði 'VAN DIJK' og kom upp að miðverðinum.

Myndband af þessu atviki má sjá hér að neðan. Þetta er ekki eina atvikið sem van Dijk lenti í gær því Erling Haaland puttabraut Hollendinginn í leiknum.

Sjá einnig:
Haaland braut puttann á Van Dijk: Ég veit ekki hvernig það gerðist

Leikurinn í gær endaði með 1-1 jafntefli og eru bæði lið með sjö stig í G-riðli. Haaland skoraði mark Noregs og Davy Klaassen jafnaði fyrir Hollendinga.


Athugasemdir
banner
banner