Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. september 2022 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjunarlið Íslands - Amanda fær stórt tækifæri
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís og Ingibjörg eru miðverðir
Glódís og Ingibjörg eru miðverðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þá er búið að opinbera byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið sem er í góðum möguleika á því að komast á HM í fyrsta sinn. Með sigri í dag þá komum við okkur í efsta sæti riðilsins fyrir lokaumferðina þar sem við mætum Hollandi, liðinu sem er að berjast við okkur um efsta sætið.

Lestu um leikinn: Ísland 6 -  0 Hvíta-Rússland



Það er tvennt öðruvísi frá líklegu byrjunarliði sem var birt hér á síðunni í dag.

Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir kemur inn í liðið fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem er meidd. Þá byrjar Ingibjörg Sigurðardóttir áfram í hjarta varnarinnar og Guðrún Arnardóttir er því á bekknum.

Leikurinn byrjar 17:30 og er um að gera að skella sér á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner