Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. október 2017 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman við það að missa starfið hjá Everton
Powerade
Koeman er orðinn mjög valtur í sessi.
Koeman er orðinn mjög valtur í sessi.
Mynd: Getty Images
Carlton Cole gæti farið til Crystal Palace.
Carlton Cole gæti farið til Crystal Palace.
Mynd: Twitter
Slúðurpakkinn er fullur af fjöri í dag.



Ronald Koeman er orðinn mjög valtur í sessi hjá Everton eftir 1-0 tap gegn Burnley í gær. Hann er við það að missa starfið sitt. (Sun)

Koeman segir að framtíð sín hjá Everton sé ekki undir sér komin. (Daily Mirror)

Slaven Bilic mun fá að klára þetta tímabil með West Ham til að sýna sig og sanna sem stjóri liðsins. (Daily Mirror)

Everton ætlar ekki að reyna að kaupa Olivier Giroud (31), sóknarmann frá Arsenal, þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Everton reyndi að kaupa Giroud í sumar án árangurs. (Daily Star)

Crystal Palace er að íhuga að bjóða Alberto Gilardino (35) samning. Hann er án liðs eftir að hafa yfirgefið Pescara. (ESPN)

Aston Villa vonast til að ganga frá kaupum á markverðinum Sam Johnstone (24) í janúar. Johnstone hefur verið að spila hjá Villa á láni frá Manchester United og staðið sig vel. (MEN)

Fjárfestirinn Amanda Staveley var á St James' Park í gær og fylgdist með leik Newcastle og Liverpool. Hún gæti tekið þátt í því að kaupa Newcastle af Mike Ashley. (Sun)

Þetta gæti verið síðasta tímabil Pierre-Emerick Aubameyang (29) með Borussia Dortmund. (Telefoot)

Carlton Cole (33), fyrrum sóknarmaður West Ham, er opinn fyrir því að semja við Crystal Palace. (Sky Sports)

Faðir Brasilíumannsins Neymar (25) bað hann um að hafna PSG og vera áfram hjá Barcelona. Neymar hlustaði ekki. (Telefoot)

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Juventus, segir að Liverpool hafi hafnað tilboði frá Juve í sumar í Emre Can. (Premium Sport)

Marco Silva sannfærði stjórn Watford um að kaupa hinn brasilíska Richarlison (20) í sumar. (Squawka)

Emmanuel Eboue (34), fyrrum leikmaður Arsenal, er að fara til Turk Ocagi Limassol á Kýpur. (Sun)

Kevin de Bruyne (26) sér ekkert eftir því að hafa yfirgefið Chelsea. Hann leikur í dag með Manchester City. (Guardian)

Birmingham hefur áhuga á því að kaupa Jonny Williams (23) frá Crystal Palace. Williams er núna í láni hjá Sunderland og hefur greinilega vakið athygli hjá Birmingham. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner