Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 10:44
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Freyr búinn að gera samkomulag við FH
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr Sigurðsson er búinn að semja við FH og spilar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar í Kaplakrika á næsta tímabili samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Samningur þessa frábæra sóknarmiðjumanns við Val er að renna út og hefur hann ákveðið að ganga í raðir FH.

Dr. Football greindi fyrst frá á Twitter í morgun að Kristinn væri að ganga í raðir FH í dag.

Kristinn og Ólafur þekkjast vel enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman hjá Val 2016 og 2018. Kristinn er 29 ára sóknarmiðjumaður og var valinn leikmaður ársins 2016.

Kristinn gekk í raðir Vals 2012. Árið 2017 spilaði hann fyrir Sundsvall en kom svo aftur á Hliðarenda árið eftir.

Framtíð Kristins hefur verið talsvert í umræðunni en hann fundaði meðal annars með Breiðabliki áður en hann ákvað að semja við FH-inga.
Athugasemdir
banner
banner