Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. október 2021 17:00
Brynjar Ingi Erluson
„Rétt ákvörðun að setja Ronaldo á bekkinn"
Cristiano Ronaldo á bekknum í dag
Cristiano Ronaldo á bekknum í dag
Mynd: EPA
Norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær telur það hafa verið rétta ákvörðun að setja Cristiano Ronaldo á bekkinn gegn Everton í dag.

Ronaldo hefur byrjað tímabilið með stæl frá því han kom frá Juventus undir lok gluggans en hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum og nú síðast sigurmark United í 2-1 sigrinum á Villarreal í Meistaradeildinni.

Það kom því á óvart að hann væri á bekknum gegn Everton á Old Trafford í dag en hann kom inná sem varamaður þegar um það bil hálftími var eftir í 1-1 jafntefli gegn Everton.

Solskjær ver ákvörðun sína um að setja hann á bekkinn.

„Maður þarf að taka ákvarðanir fyrir mjög svo langt tímabil og því þarf að stýra álagi leikmanna. Fyrir mér var þetta rétt ákvörðun," sagði Solskjær.

„Anthony Martial kom inn og gerði vel með því að skora gott mark. Edinson þurfti mínútur og spilaði í klukkutíma. Hann var nálægt því að skora," sagði hann ennfremur um málið.
Athugasemdir
banner
banner
banner