Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 23:30
Aksentije Milisic
Flamini að verða liðsfélagi Hólmberts og Birkis?
Mynd: Getty Images
Mathieu Flamini, fyrrverandi leikmaður AC Milan og Arsenal, gæti verið á leið til Brescia en þessu greina ítalskir fjölmiðlar frá í kvöld.

Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson eru á mála hjá félaginu sem leikur í B-deild á Ítalíu.

Það er meira en ár síðan Flamini spilaði knattspyrnuleik en hann spilaði í 2-1 tapi með Getafe gegn Real Sociedad á Spáni.

Flamini spilaði 246 leiki fyrir Arsenal á sínum tíma og 122 leiki fyrir AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner