Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 02. nóvember 2020 16:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jósef Kristinn leggur skóna á hilluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jósef Kristinn Jósefsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu félagsins, Stjarnan FC.

Jobbi, eins og Jósef er oft kallaður, er 31 árs gamall og hefur leikið með Stjörnunni síðustu fjögur tímabil. Hann gekk í raðir félagsins frá Grindavík fyrir tímabilið 2017.

Jósef lék sem vinstri bakvörður og lék 87 leiki í öllum keppnum með Stjörnunni. Hann lék ellefu leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar og skoraði eitt mark.

Jósef lék með Grindavík, búlgarska félaginu Chernomorets Burgas og Stjörnunni á sínum ferli. Hann lék 131 leik í efstu deild á Íslandi og skoraði níu mörk. Á sínum tíma lék hann 22 yngri landsliðsleiki og skoraði þrjú mörk.

Færsla Stjarnan FC á Facebook:
Jósef kveður!

Jósef Kristinn Jósefsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. En Jobbi eins og hann er oftast kallaður gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2017 frá Grindavík og hefur síðan þá verið fastamaður í liðinu þessi fjögur ár og spilað 87 leiki í öllum keppnum með liðinu.

Við þökkum Jobba fyrir allar ánægjustundirnar innan sem utan vallar og óskum honum velfarnaðar og vonumst til að sjá hann í stúkunni að styðja liðið.

Takk Jobbi.
Skíni Stjarnan
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner