Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 02. nóvember 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið vel í FH en árið í ár svartur blettur - „Hálfgert klösterfokk"
Sigrar gegn Keflavík og Leikni í úrslitakeppninni héldu FH uppi.
Sigrar gegn Keflavík og Leikni í úrslitakeppninni héldu FH uppi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spiluðum almennt mjög vel á undirbúningstímabilinu.
Spiluðum almennt mjög vel á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH fór í bikarúrslitaleik sem var einn af ljósu punktum tímabilsins.
FH fór í bikarúrslitaleik sem var einn af ljósu punktum tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tímabilið 2022 var erfitt hjá FH, í tvígang var skipt um þjálfara og liðið var í mikilli fallbaráttu stóran hluta tímabilsins en bjargaði sér með mikilvægum sigrum í úrslitakeppninni.

Fótbolti.net ræddi við Guðmund Kristjánsson í gær. Guðmundur lék með FH á tímabilinu en er nú genginn í raðir Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Gummi Kri: Vantaði nýja áskorun og að finna neistann aftur

Af hverju var FH í svona miklu ströggli á þessu tímabili?

„Það eru margir hlutir sem spila inn í," sagði Guðmundur og byrjaði á að tala um undirbúningstímabilið.

„Við eigum mjög gott undirbúningstímabil, töpum ekki leik þar og erum að spila almennt mjög vel. Við missum Jónatan rétt fyrir mót og missum Loga Hrafn snemma út. Það hjálpaði okkur ekki."

„Svo er þetta þannig að við vorum að spila mikið af 50:50 leikjum sem detta ekki með okkur, þá fer sjálfstraustið og liðið kemst í vondan spíral sem getur verið bras að vinna sig upp úr. Svo eru alls konar hlutir, erfið mál í fjölmiðlum varðandi leikmenn og fráfarandi þjálfara sem höfðu auðvitað mikil áhrif líka. Og leikmaður fékk hjartaáfall á æfingu hjá okkur - ekki að kenna því um en þetta er efni í góða sjónvarpsseríu."

„Fyrst og fremst er það að við förum í vondan spíral og spilum í kjölfarið ekki nægilega vel. Þetta verður hálfgert klösterfokk."


Erfitt að vera frábær þegar liðið endar í 10. sæti
Þín persónulega frammistaða, ertu svekktur með hana?

„Að einhverju leyti já, auðvitað átti ég að gera betur á þessu tímabili eins og megnið af liðinu. En svo finnst mér sú umræða að mörgu leyti sérstök. Þegar við horfum í tölfræði þá vorum við í 5. sæti yfir mörk sem við ættum að hafa fengið á okkur (xGA). Ef maður horfir á það þá hugsar maður að staðan ætti kannski ekki að vera alveg svona slæm."

„Auðvitað hefði ég viljað gera betur og stefni á að gera það á næsta ári. Það er svolítið þannig að ef þú ert í liði sem gengur illa, þá er erfitt að standa upp úr sem einstaklingur. Þetta helst svolítið í hendur, erfitt að segja að maður hafi verið eitthvað frábær þegar við endum í þeirri stöðu sem við enduðum í."


Leið vel og átti góða tíma í FH
Árin fimm hjá FH, ertu ánægður með þau?

„Mjög svo, fyrsta árið er ég valinn leikmaður ársins og fyrstu þrjú árin voru virkilega góð hjá mér, tímabilið í fyrra var allt í lagi og tímabilið í ár ekkert spes."

„Þetta voru mjög góðir tímar, misgóðir þó og þetta ár svartur blettur fyrir alla FH-inga og tók á andlega."

„Ég átti mjög góða samherja í FH og það er fullt af mjög góðu fólki í kringum klúbbinn. Mér leið vel í FH, fullt af fólki í FH sem mér þykir mjög vænt um og ég er ánægður með samstarfið. En ég held það sé bara heilbrigt fyrir mig að prófa eitthvað nýtt."


Hvað gerir maður til að kúpla sig út eftir svona tímabil?

„Það væri best að fara í frí, slökkva á símanum og sleikja sólina einhvers staðar hinumegin á hnettinum. Koma sér í burtu og hugsa um eitthvað allt annað en fótbolta og hvað þá að hlusta á öll þessi podköst. Það er ekki hollt fyrir neinn," sagði Guðmundur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner