Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 02. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Salah: Besta tilfinningin að vinna eitt besta lið heims
Mohamed Salah
Mohamed Salah
Mynd: EPA
Mohamed Salah skoraði fyrra mark Liverpool í 2-0 sigrinum á Napoli í Meistaradeild Evrópu í gær en hann vonast til að þetta hjálpi liðinu að komast á skrið.

Egyptinn skoraði seint í leiknum eftir hornspyrnu. Darwin Nunez stýrði hornspyrnu Kostas Tsimikas á markið og hirti Salah svo frákastið og skoraði.

Liverpool er fyrsta liðið til að vinna Napoli á þessu tímabili og var Salah sáttur með það.

„Það að vinna eitt af bestu liðum heims er besta tilfinningin. Við verðum að halda þessu áfram. Þetta eru góð úrslit og gefa okkur meira sjálfstraust í bikarnum og deildinni.“

„Í hreinskilni sagt þá vissi ég ekki að ég átti markið því boltinn var kominn inn, en takk fyrir að staðfesta það. Það getur hver sem er skorað því liðið er það mikilvægasta.“

„Það var mikilvægt að við unnum í dag. Við spiluðum vel, vorum fljótari á boltann og unnum hann hratt til baka. Við erum ekkert að gera frábæra hluti í deildinni en vonandi kveikir þetta í okkur og við getum þá unnið fleiri leiki í kjölfarið,“
sagði Salah.
Athugasemdir
banner