Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. mars 2020 18:43
Elvar Geir Magnússon
Páll Kristjáns nýr formaður KR
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Páll Kristjánsson og Kristinn Kjærnested.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Páll Kristjánsson og Kristinn Kjærnested.
Mynd: KR
Páll Kristjánsson var í dag kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann tekur við góðu búi af Kristni Kjærnested sem tilkynnti fyrir áramót að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Páll hefur verið stjórnarmaður hjá knattspyrnudeildinni undanfarið ár. Hann starfar sem lögmaður og var áður formaður KV í tólf ár.

„Ég til mig hafa margt fram að færa, ég þekki innviði félagsins og hvað má betur fara. Maður finnur fyrir ákveðnum meðbyr í félaginu og að maður nýtur stuðnings hjá öflugum KR-ingum," sagði Páll þegar hann staðfesti framboð í viðtali við Fótbolta.net í febrúar.

Sjá einnig:
Kristinn Kjærnested sleppir stjórnartaumunum hjá KR


Athugasemdir
banner
banner
banner