Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. mars 2020 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Wanyama á leið til Montreal Impact (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að staðfesta félagaskipti Victor Wanyama til kanadíska félagsins Montreal Impact sem leikur í MLS deildinni.

Wanyama er 28 ára gamall varnartengiliður sem hefur spilað yfir 150 úrvalsdeildarleiki fyrir Southampton og Tottenham síðustu sjö ár.

MLS tímabilið er nýbyrjað og byrjaði Montreal á 2-1 sigri gegn New England Revolution. Thierry Henry er við stjórnvölinn hjá félaginu en hann tók við af Wilmer Cabrera eftir slakt gengi í fyrra.

Ekki er greint frá kaupverðinu en það er ekki talið vera hátt. Wanyama hefur aðeins fengið að spila tíu mínútur undir stjórn Jose Mourinho og átti aðeins rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Bojan Krkic er meðal leikmanna Montreal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner