Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. maí 2022 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Grótta fær Sigurberg Áka frá Stjörnunni (Staðfest)
Sigurbergur Áki Jörundsson
Sigurbergur Áki Jörundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbergur Áki Jörundsson mun spila með Gróttu í sumar á láni frá Stjörnunni.

Sigurbergur, sem er fæddur árið 2004, er uppalinn Stjörnumaður og komið við sögu með meistaraflokki liðsins á undirbúningstímabilinu en hann lék þrjá leiki í Lengjubikarnum.

Hann mun spila með Gróttu í Lengjudeildinni á láni frá Stjörnunni í sumar en hann er kominn með leikheimild og verður því klár í fyrstu umferð mótsins.

Sigurbergur á að baki þrjá landsleiki fyrir U16 ára landslið Íslands og þykir með efnilegri leikmönnum Stjörnunnar en hann var lítið með á síðasta ári eftir að hafa slitið krossband.

Fyrsti leikur Gróttu er gegn Vestra á Vivaldi-vellinum á sunnudag.
Athugasemdir
banner