Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. júní 2021 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool ætlar sér í samningaviðræður við Alisson
Alisson faðmar stjóra sinn eftir að hafa skorað sigurmark gegn West Brom.
Alisson faðmar stjóra sinn eftir að hafa skorað sigurmark gegn West Brom.
Mynd: EPA
Liverpool ætlar sér að opna samningaviðræður við brasilíska markvörðinn Alisson í sumar.

Það er breska ríkisútvarpið sem fjallar um þetta.

Alisson er núna að undirbúa sig fyrir Copa America með brasilíska landsliðinu. Liverpool ætlar að ræða við hann um nýjan samning þegar hann kemur til baka.

Hinn 28 ára gamli Alisson gekk í raðir Liverpool frá Roma sumarið 2018 fyrir rúmar 66 milljónir punda.

Hann hefur reynst frábærlega fyrir félagið og unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina. Hann skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði; hann gerði dramatískt sigurmark sem var mikilvægt í leið Liverpool að Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner