Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. júní 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þær tvær eru ótrúlega mikilvægar fyrir okkur"
Sveindís Jane Jónsdóttir. Hún gæti spilað meira á morgun.
Sveindís Jane Jónsdóttir. Hún gæti spilað meira á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstad er að endurheimta tvo mjög mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir átökin sem framundan eru í sænsku úrvalsdeildinni.

Fyrirliði Íslendingaliðsins, Alice Nilsson, hafði byrjað alla leiki í sænsku úrvalsdeildinni frá 1. maí 2016 þangað til hún meiddist fyrir fimm vikum síðan.

Núna er hún að snúa aftur og það er gríðarlega mikilvægt fyrir liðið sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir.

Kristianstad á leik á morgun gegn toppliði Rosengård, liðinu sem Glódís Perla Viggósdóttir spilar fyrir.

Mögulegt er að Nilsson og Sveindís Jane Jónsdóttir snúi aftur í byrjunarlið Kristianstad. Sveindís Jane sneri aftur eftir meiðsli gegn Hammarby um síðustu helgi en spilaði þá bara hálftíma.

„Þær tvær eru ótrúlega mikilvægar fyrir okkur og það er gott að fá þær aftur. Ef þær geta spilað, þá gætu þær byrjað," sagði Elísabet Gunnarsdóttir fyrir leikinn að því er kemur fram á Expressen í Svíþjóð.

Kristianstad er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði sínum fyrsta deildarleik gegn Hammarby um síðustu helgi. Kristianstad þarf svo sannarlega á betri leik að halda á morgun þar sem Rosengård er á toppnum með fullt hús stiga og aðeins búið að fá á sig eitt mark.

Það verða áhorfendur á leiknum á morgun, en leikurinn fer fram á heimavelli Kristianstad.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner