Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. júní 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne: Þetta eru bara æfingaleikir á sterum
Mynd: Getty Images

Kevin De Bruyne, landsliðsmaður Belgíu og besti leikmaður enska úrvalsdeildartímabilsins, er ekki spenntur fyrir komandi átökum í Þjóðadeildinni.


Þjóðadeildin var sett á laggirnar fyrir fjórum árum til að auka samkeppni í æfingaleikjum landsliða og gefa smærri spámönnum tækifæri til að vinna sér inn sæti á stórmóti.

Það eru ekki allir leikmenn ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag sem eykur pressu á leikmenn og leikjaálag.

„Þjóðadeildin er ekki mikilvæg fyrir mér. Þetta eru bara æfingaleikir á sterum eftir langt og strangt tímabil. Ég hlakka ekki til," sagði De Bruyne í sjónvarpsviðtali í byrjun landsleikjahlésins.

Belgía er í riðli með Hollandi, Póllandi og Wales í A-deild. Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppni sem verður haldin á næsta ári þar sem bestu liðin keppast um sæti á Evrópumótinu 2024.

De Bruyne var í byrjunarliði Belgíu sem steinlá gegn Hollandi í fyrstu umferð fyrr í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner