Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Japanskir stuðningsmenn og leikmenn tóku til eftir sig
Allt hreint og fallegt eftir leik.
Allt hreint og fallegt eftir leik.
Mynd: Getty Images
Japan er úr leik á HM í fótbolta eftir dramatískt tap gegn Belgíu í 16-liða úrslitum í gær en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Skiljanlega voru japönsku leikmennirnir niðurbrotnir þegar flautað var til leiksloka en þeir komust í 2-0 í leiknum en tapaði 2-3.

Vonbrigðin komu þó ekki í veg fyrir að stuðningsmenn tóku til eftir sig í stúkunni og leikmenn skildu við klefann eins og nýjan.

„Þetta er japanski klefinn eftir tap gegn Belgíu á 94. mínútu," skrifaði starfsmaður FIFA sem birti mynd úr klefanum í Rostov við Don.

„Þeir þökkuðu stuðningsmönnum fyrir á vellinum, þrifu allt upp (bekkinn og klefann) og gáfu sér tíma til að spjalla við fjölmiðla. Þá skildu þeir eftir miða í klefanum þar sem stóð 'Takk fyrir okkur' á rússnesku. Þvílíkar fyrirmyndir fyrir öll lið. Forréttindi að vinna með þessu liði."

Akira Nishino þjálfari Japan sagði þetta eftir leik:

„Ég er eyðilagður. Ég vil ekki horfast í augu við þetta, í mínum huga var þetta harmleikur. Kannski voru það mínar ákvarðanir eða leikkerfi sem gerði það að verkum að við töpuðum þessu niður," sagði Nisinho eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner