Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. september 2020 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Tindastóll áfram á toppinum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Augnablik 0 - 4 Tindastóll
0-1 Jacqueline Altschuld ('57, víti)
0-2 Murielle Tiernan ('67)
0-3 Elín Helena Karlsdóttir ('74, sjálfsmark)
0-4 Murielle Tiernan ('90)

Tindastóll hefur endurheimt toppsæti Lengjudeildar kvenna eftir góðan sigur gegn Augnabliki í Kópavogi.

Staðan var markalaus í leikhlé en Stólarnir skiptu um gír í síðari hálfleik.

Jacqueline Altschuld skoraði fyrst úr víti á 57. mínútu og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Murielle Tiernan forystuna.

Þriðja mark leiksins kom á 74. mínútu þegar boltinn virtist fara af kolli Elínar Helenu Karlsdóttur og í eigið net, eftir aukaspyrnu sem Jacqueline tók á miðjum velli. Fjórða og síðasta markið gerði Murielle á lokamínútunum.

Þægilegur sigur Tindastóls kemur liðinu aftur á toppinn. Þar eru Sauðkrækingar með eins stigs forystu á Keflavík og leik til góða.

Augnablik er um miðja deild, með 12 stig eftir 10 umferðir.

Textalýsing

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner