Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Riquelme með áhugaverða kenningu um framtíð Messi
Riquelme fagnar með Messi og Di Maria.
Riquelme fagnar með Messi og Di Maria.
Mynd: EPA
Juan Roman Riquelme, fyrrum samherji Lionel Messi í argentínska landsliðinu, lét áhugaverð ummæli um næstu ár Messi falla í viðtali á dögunum.

Messi yfirgaf í ágúst Barcelona eftir 21 ár hjá félaginu og samdi við PSG. Riquelme er á því að Messi muni vinna Meistaradeildina með PSG en fara svo aftur til Barcelona til að ljúka ferlinum.

„Ég vona að Messi njóti þess að vera í Paris. Allir eru spenntir að sjá hann spila með Mbappe og Neymar," sagði Riquelme við ESPN í dag.

„Ef PSG vinnur ekki Meistaradeildina núna þá mun PSG ekki vinna þá keppni."

„Ég held að Messi muni vinna Meistaradeildina með PSG og fara svo til Barcelona og ljúki ferlinum þar,"
bætti Riqulme við.

Riquelme lék 51 landsleik með Argentínu á árunum 1997-2008. Hann lauk ferlinum árið 2014 en á honum spilaði hann með Boca Juniors, Barcelona, Villarreal og Argentinos Juniors.
Athugasemdir
banner
banner
banner