Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. september 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír framlengja við Aftureldingu - Mjög ánægður í Mosó
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson.
Aron Elí Sævarsson.
Mynd: Raggi Óla
Þrír leikmenn hafa framlengt samninga sína við Aftureldingu. Það eru þeir Aron Elí Sævarsson, Tanis Marcellan og Óliver Beck Bjarkason.

Aron Elí er fyrirliði liðsins og semur út tímabilið 2023. Hanner vinstri bakvörður og er uppalinn hjá Val. Hann spilaði þrettán leiki í sumar en fór í ágúst til Bandaríkjana í nám. Aron, sem er 24 ára, kom til Aftureldingar fyrir síðasta tímabil.

Tanis er 25 ára gamall Spánverji sem kom til félagsins í febrúar. Hann hefur spilað tólf leiki í sumar en hann glímdi við meiðsli um mitt sumar og missti út nokkra leiki. Hann semur út næsta tímabil. Tanis er í viðtali hér að neðan og segist vera mjög ánægður í Mosfellsbæ og þess vegna kemur hann aftur á næstu ári.

Óliver Beck er tvítugur og uppalinn hjá Aftureldingu. Hann er miðvörður sem spilaði ellefu leiki í sumar. Hann hefur ekkert verið með seinni hluta móts þar sem hann hélt til náms í Bandaríkjunum.

Afturelding er í 7. sæti Lengjudeildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.




Athugasemdir
banner
banner