Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópumeistararnir vilja fá þrjá nýja inn fyrir gluggalok
Hudson-Odoi er á óskalista Bayern.
Hudson-Odoi er á óskalista Bayern.
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Bayern München vonast til að landa þremur nýjum leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar í byrjun næstu viku.

Einn þessara leikmanna er spænski miðjumaðurinn Marc Roca. Hann er á leið til Bayern frá Espanyol fyrir 15 milljónir evra. Hann mun skrifa undir samning til 2024.

Roca er 23 ára gamall og hefur hann verið á mála á Espanyol frá því hann var 11 ára.

Þýski blaðamaðurinn Christian Falk skrifar á Twitter: „Marc Roca er fyrstur af þremur leikmönnum sem Bayern vill krækja í fyrir mánudag."

Annar leikmaður sem vitað er um að sé á óskalista þýska stórveldisins er Callum Hudson-Odoi, 19 ára gamall kantmaður Chelsea.

Bayern reyndi mikið að fá Hudson-Odoi á síðasta ári en þá skrifaði hann undir nýjan samning við Chelsea. Núna er Bayern að gera aðra tilraun. Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill halda hinum efnilega Hudson-Odoi en Hansi Flick, þjálfari Bayern, vill ólmur fá hann.

„Hann er einn af hæfileikaríkustu leikmönnunum í sinni stöðu og þess vegna viljum við í Bayern fá hann," segir Flick.

Hudson-Odoi er þessa stundina að spila með Chelsea gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner