Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Pedro gerði sigurmarkið gegn Udinese
Mkhitaryan og Pedro fögnuðu markinu saman.
Mkhitaryan og Pedro fögnuðu markinu saman.
Mynd: Getty Images
Udinese 0 - 1 Roma
0-1 Pedro ('55)

Pedro og Henrikh Mkhitaryan voru fyrir aftan Edin Dzeko í byrjunarliði AS Roma sem heimsótti Udinese í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum.

Leikurinn var furðu jafn þar sem heimamenn virtust hættulegri en staðan var markalaus í leikhlé. Bæði lið fengu góð færi án þess að skora.

Seinni hálfleikurinn var einnig jafn en hann einkenndist af miðjumoði og baráttu. Það var lítið í gangi en Pedro kom knettinum í netið á 55. mínútu.

Þetta var fyrsta mark Pedro fyrir Roma eftir að hafa skipt yfir á frjálsri sölu frá Chelsea í sumar.

Roma er með fjögur stig eftir þrjár umferðir á meðan Udinese er án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner