Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. október 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger sagði nei við Guardiola sem vildi spila fyrir Arsenal
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, segir frá því ítarlegu viðtali við The Times að Pep Guardiola hafi eitt sinn komið heim til sín þar sem honum langaði að spila fyrir Arsenal.

Guardiola er í dag stjóri Manchester City en á leikmannaferli sínum spilaði hann lengst af sem miðjumaður með Barcelona.

Wenger neitaði Guardiola þar sem hann var með aðra leikmenn í hans stöðu.

„Þegar Guardiola var enn leikmaður þá kom hann heim til mín og bað um að fá að spila fyrir Arsenal," segir Wenger. „Ég var með Patrick Vieira og Gilberto Silva á þeim tíma. Ég gat ekki tekið hann."

Wenger starfar í dag hjá FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner