Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. október 2021 12:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í enska: Aston Villa breytir ekki sigurformúlu
Aston Villa fagna marki Kaurtney Hause um síðustu helgi
Aston Villa fagna marki Kaurtney Hause um síðustu helgi
Mynd: EPA
Er Harry Kane kominn í gang?
Er Harry Kane kominn í gang?
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin í þremur leikjum sem hefjast kl 13 í ensku úrvalsdeildinni eru komin í hús.

Aston Villa fær Tottenham í heimsókn. Liðið er óbreytt hjá Villa frá 1-0 sigri liðsins gegn Man Utd um síðustu helgi, það Alex Tuanzebe er áfram á bekknum en hann mátti ekki spila gegn United þar sem hann er á láni frá United hjá Villa.

Það eru þrjár breytingar á liði Tottenham frá 3-1 tapinu í grannaslagnum gegn Arsenal um síðustu helgi. Emerson Royal, Cristian Romero og Oliver Skipp koma inn í liðið en Davinson Sanchez and Dele Alli setjast á bekkinn en Japhet Tanganga er ekki í hópnum í dag.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Hause, Mings, Targett, Douglas Luiz, McGinn, Ramsey, Watkins, Ings.

Tottenham: Lloris, Emerson Royal, Romero, Dier, Reguilon, Hojbjerg, Skipp, Ndombele, Moura, Kane, Son.


Crystal Palace mætir með óbreytt lið gegn Leicester frá svekkjandi jafntefli gegn Brighton. Jordan Ayew er ásamt Edouard og Zaha í fremstu víglínu, Ayew hefur ekki skorað í 33 deildarleikjum í röð.

Það eru þrjár breytingar á liðið Leicester frá 2-2 jafntefli gegn Burnley um síðustu helgi. Ricardo Pereira og Boubakary Soumare setjast á bekkinn, Wilfried Ndidi er ekki í hópnum. Hamza Choudhury byrjar sinn fyrsta úrvalsdeildarleik síðan í mars, Timothy Castagne og Kelechi Iheanacho koma einnig inn í liðið.

Crystal Palace: Guaita, Ward, Andersen, Guehi, Mitchell, Gallagher, Milivojevic, McArthur, Ayew, Edouard, Zaha.

Leicester: Schmeichel, Castagne, Soyuncu, Vestergaard, Bertrand, Tielemans, Choudhury, Barnes, Lookman, Vardy, Iheanacho.



West Ham fær Brentford í heimsókn, lið Hamranna er óbreytt frá sigrinum gegn Leeds um síðustu helgi. Brentford er án Kristoffer Ajer sem hefur byrjað alla leiki liðsins hingað til. Zanka kemur inn í hans stað. Þá sest Frank Oneyka á bekkinn og Shandon Baptiste kemur inn í hans stað.

West Ham: Fabianski, Coufal, Zouma, Ogbonna, Cresswell, Soucek, Rice, Bowen, Fornals, Benrahma, Antonio

Brentford:Raya, Zanka, Jansson, Pinnock, Canos, Baptiste, Norgaard, Janelt, Henry, Mbeumo, Toney
Athugasemdir
banner
banner
banner