Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 03. október 2021 21:11
Brynjar Ingi Erluson
KSÍ staðfestir að Jón Guðni og Jóhann Berg verði ekki með í komandi leikjum
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með í leikjunum
Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með í leikjunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest það að Jón Guðni Fjóluson og Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM.

Jón Guðni fór meiddur af velli á 27. mínútu er Hammarby tapaði fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og staðfesti Milos Milojevic, þjálfari Hammarby, eftir leikinn að Jón yrði ekki með í næsta leik gegn AIK, þann 24. október.

Hann fékk þungt högg í leiknum og talaði Milos um að þetta séu krossbandameiðsli.

KSÍ staðfesti svo rétt í þessu að Jón Guðni verður ekki með í leikjunum gegn Armeníu og Liechtenstein. Það var svo vefmiðillinn 433.is sem greindi frá því fyrr í kvöld að Jóhann Berg Guðmundsson sé ekki með vegna smávægilegra meiðsla og hafi því dregið sig úr hóp.

Það var einnig staðfest af KSÍ en ekki er búið að tilkynna hvaða leikmenn koma inn í stað þeirra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner