Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tomasz Luba áfram með Árborg (Staðfest)
Tomasz Luba verður áfram með Árborg
Tomasz Luba verður áfram með Árborg
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Tomasz Luba, þjálfari Árborgar, mun þjálfa liðið áfram í nýrri 4. deild á næsta ári en hann framlengdi samning sinn við félagið í gær.

Tomasz, sem er 35 ára gamall, tók við liðinu á síðasta ári og tókst að stýra liðinu í 2. sæti C-riðils í sumar.

Árborg datt úr leik í 8-liða úrslitum en náði þó að tryggja sér sæti í nýrri tíu liða 4. deild á næsta ári.

Mikil ánægja er með störf Tomaszar hjá Árborg og var því samningur hans framlengdur út næsta tímabil.

„Við erum mjög ánægðir með störf Tomaszar hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn. Hann er algjör fagmaður og gerir miklar kröfur til leikmanna en um leið nær hann að fanga þann jákvæða anda sem alltaf hefur einkennt félagið,“ sagði Árni Páll Hafþórsson, verðandi forseti félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner