Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 03. nóvember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Zakaria: Þetta hefur verið mjög erfitt
Denis Zakaria
Denis Zakaria
Mynd: EPA
Graham Potter
Graham Potter
Mynd: EPA
Það var létt yfir svissneska miðjumanninum Denis Zakaria eftir 2-1 sigur Chelsea á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær, en hann var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Zakaria þurfti heldur betur að bíða eftir tækifærinu hjá Chelsea en hann kom til félagsins á láni frá Juventus undir lok gluggans.

Hann hefur margoft verið í hóp hjá enska liðinu en aldrei komið við sögu.

Það var því þungu fargi af honum létt er hann spilaði gegn Zagreb í gær og ekki var verra að hann hafi skorað sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiðinni.

„Ég er mjög spenntur og ánægður með fyrsta leikinn og markið. Við unnum, þannig ég er sérstaklega ánægður.“

„Það var mikilvægt fyrir mig að eiga góðan leik og hjálpa liðinu að vinna. Við kláruðum okkar í dag og sigurinn var það mikilvægasta í þessu.“

„Eina það sem ég hugsaði um í þessu færi var að skora. Ég skaut eins fast og ég gat og boltinn fór inn, þannig ég er ánægður.“

„Það hefur verið rosalega erfitt. Ég elska að spila og vil alltaf spila, en það er erfitt að vera á bekknum og horfa á liðsfélagana á vellinum. Ég sýndi þeim samt alltaf stuðning og beið eftir tækifærinu. Það kom í dag og ég nýtti það.“


Graham Potter sagði eftir leik að Zakaria hafi gert meira en þjálfaraliðið bað hann um að gera á vellinum, en hvað meinti hann með því?

„Það var ekkert sérstakt. Hann sagði mér að spila eins og ég hef verið að gera á æfingum síðustu vikur,“ sagði Zakaria í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner