Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 04. janúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Carroll skoraði sitt fyrsta mark með Newcastle í tíu ár
Mynd: Getty Images
Andy Carroll skoraði mark Newcastle í 2-1 tapi liðsins gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta var fyrsta mark Carroll með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni síðan um jólin árið 2010 en tíu ár og átta dagar liðu á milli markanna.

Carroll var eftirminnilega seldur til Liverpool á 35 milljónir punda í janúar árið 2011.

Hann sneri aftur til Newcastle sumarið 2019 og hafði komið við sögu í 19 leikjum á síðasta tímabili og níu leikjum á þessu tímabili áður en markið kom loksins í gær.

Um er að ræða næstlengstu bið á milli marka fyrir sama félag en Wayne Rooney á metið með Everton þar sem þrettán ár og 121 dagur leið á milli marka hans með liðinu í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner