Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. janúar 2021 12:25
Elvar Geir Magnússon
Fletcher í þjálfarateymi Man Utd
Darren Fletcher ásamt Wayne Rooney.
Darren Fletcher ásamt Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Darren Fletcher er kominn í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United.

Fletcher var 20 ár sem leikmaður hjá félaginu, hann kom upp úr unglingastarfinu og spilaði yfir 340 aðalliðsleiki milli 2003 og 2015.

Hann hefur verið að þjálfa U16 liðið síðan í október og kemur nú inn í fullt starf hjá aðalliðinu.

Sem leikmaður vann Fletcher ensku úrvalsdeildina fimm sinnum, FA bikarinn einu sinni, deildabikarinn tvívegis, Meistaradeilda og HM félagsliða. Þá lék hann 80 landsleiki fyrir Skotland.

Solskjær segir gleðiefni að fá Fletcher í teymið enda viti hann nákvæmlega hvað þarf til að verða leikmaður Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner