Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. mars 2024 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Sheffield United setti vandræðalegt met
Mynd: EPA
Sheffield United setti óeftirsóknarvert met gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var Arsenal fimm mörkum yfir á Bramall Lane.

Stuðningsmenn Sheffield United fóru að láta sig hverfa eftir fimmtán mínútur en þá var staðan 3-0 fyrir gestunum.

Þetta er fjórði heimaleikurinn í röð sem Sheffield fær á sig fimm mörk og er það nýtt met.

Það met nær ekki bara yfir úrvalsdeildina heldur fjórar efstu deildir Englands.

Liðið er á botninum með 13 stig og verður það líklega eitthvað áfram en það er sjö stigum frá öruggu sæti. Chris Wilder og lærisveinar hans þurfa að framkvæma kraftaverk til að halda liðinu uppi.


Athugasemdir
banner
banner
banner