Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 04. mars 2024 20:23
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Forest hættir eftir tímabilið
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Felipe hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna þegar þessu tímabili lýkur.

Þessi 34 ára gamli miðvörður kom til Nottingham Forest frá Atlético Madríd á síðasta ári og skrifaði þá undir eins og hálfs árs samning.

Þetta tímabil verður hans síðasta en hann fann sig knúinn til að greina frá ákvörðun sinni í dag vegna áhuga annarra liða.

Felipe hefur spilað sjö leiki með Forest á tímabilinu, þar af sex í byrjunarliði, en hann kom sér einmitt í fréttirnar á dögunum fyrir að grípa utan um háls Bruno Fernandes í leik gegn Manchester United.

Varnarmaðurinn hefur átt góðan feril. Hann var einn af bestu mönnum Corinthians i heimalandinu áður en hann hélt til Porto í Portúgal.

Árið 2019 var hann valinn í lið ársins í portúgölsku deildinni eftir að hafa unnið deildina og var um sumarið seldur til Atlético Madríd, þar sem hann vann einnig deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner