Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 04. maí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Yfirmaður íþróttamála hjá Inter Miami: Við horfum til framtíðar
Mynd: Getty Images
Paul McDonough, yfirmaður íþróttamála hjá Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, segir að félagið hafi verið í viðræðum við nokkra leikmenn áður en að kórónaveiran hafi komið í veg fyrir skiptin.

McDonough er maðurinn á bakvið frábæran árangur Atlanta United á síðustu árum en félagið varð deildarmeistari árið 2018 og komst þá í úrslit Austur-deildarinnar á sóðasta tímabili. Hann fékk frábæra leikmenn til félagsins en starfar nú fyrir Inter Miami.

Miami-liðið hefur verið orðað við marga frábæra leikmenn en þar má nefna Edinson Cavani, Luis Suarez, Lionel Messi og James Rodriguez. Félagið var í viðræðum um að fá öflugan leikmann en það varð ekkert af því.

David Beckham, eigandi Inter Miami, hefur verið í sambandi við Rodriguez en McDonough segist horfa til framtíðar þegar hann er að hugsa um að fá leikmenn inn.

„Það eru margir leikmenn orðaðir við okkur. Margir leikmenn vilja koma og það er frábært en þetta snýst um meira en að fá inn lúxusleikmann. Þeir verða að vilja koma hingað á réttum forsendum," sagði McDonough.

„Þegar ég er að starfa hjá félagi þá er ég ekki að hugsa um eitt ár. Ég er að hugsa um þrjú eða fjögur ár og ég vil ekki koma félaginu í þá stöðu að vera með heimsklassa leikmann í eitt ár en svo er kannski óánægja með samninginn hans eftir þrjú eða fjögur ár," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner